Vændi í Þýskalandi.

1. janúar 2002 var sett ný heildarlöggjöf um vændi í Þýskalandi. Markmið laganna var að bæta lagalega stöðu vændiskvenna með því að gera starf þeirra löglegt. Þetta átti að mæta stöðu þeirra gagnvart tryggingum og réttindum sem launafólk og verktakar njóta. Fimm árum seinna lét ráðuneyti fjölskyldumála meta árangur sem orðið hefði af lögunum. Í stuttu máli má segja að árangur hafi verið nánast enginn. T.d. höfðu glæpir tengdir vændi lítið minnkað. Vændiskonur í Þýskalandi eru um 200000. Um ein milljón karlmanna kaupir sér þjónustu vændiskvenna á hverjum degi. 80% vændiskvenna í Þýskalandi eru erlendir ríkisborgarar. Flestar konur koma frá Austur-Evrópu. 2011 rannsakaði lögrelan 610 mansalsmál. Flest tengdust þau stúlkum frá Rúmeníu og Búlgaríu. Rúmur helmingur vændiskvenna sem beittar eru ofbeldi eru yngri en 21 árs. Meðalmánaðartekjur vændiskvenna voru 1500 evrur árið 2011. Árleg velta í vændisiðnaðinum er 14.5 milljarðar evra (2013). Í Þýskalandi eru uþb 3500 hóruhús. Eitt kvöld á vændishúsi kostar 100 evrur, götumella kostar 20 evrur og fylgdarkona eitt kvöld 1300 evrur. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband