17.10.2013 | 17:55
Eru Bjarni og Sigmundur Davíð í sömu ríkisstjórn?
Í byrjun september sagði forsætisráðherra í viðtali í Ríkissjónvarpinu að í nóvember gæti fólk séð hversu stór hluti verðtryggðra húsnæðislána yrði felldur niður. Þetta ætti að vera ljóst þegar sérfræðihópurinn hefur skilað niðurstöðum. (sjá kastljós 11.9.) Þegar forsætisráðherrann mælti þetta var hann nýkominn til landsins úr langri dvöl í Kanada. Um þessar mundir dvelur forsætisráðherrann í Flórída sér til hvíldar og hressingar. Fjármálaráðherra hefur sínar eigin skoðanir á skuldamálunum sem voru helsta mál síðustu kosninga. Hann telur afar ólíklegt að Alþingi geti afgreitt málið á þessu ári. Stefnan sé hins vegar óbreytt. Nú hafa þingmenn í hans flokki ýmislegt við stefnuna að athuga. Nú; orð og hugtök eru teygjanleg og loforð þroskast og breytast í þungum straumi tímans. Strax getur verið næsta kjörtímabil og þegar forsætisráðherra kemur til landsins hefur nóvember kannski breyst í hálft ár eða eitt ár?
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.3.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar