18.10.2013 | 10:12
Sérsveitin í bardagaham.
Hetjur verða ekki til nema þær hafi verðugan andstæðing til að berjast við. Með því að sigrast á öflugum andstæðingi koma yfirburðir hetjunnar í ljós. 26. fyrra mánaðar réðst sérsveit ríkislögreglustjóra inná heimili hælisleitnda að Auðbrekku í Kópavogi. Aðgerðin var framkvæmd á grundvelli dómsúrskurðar. Aðgerðin var í samræmi við aðstæður og eðli málsins að sögn lögreglunnar. 15 menn voru færðir í varðhald en sleppt sama dag. Samkvæmt lýsingu lögmanna og sálfræðings voru aðfarir lögreglunnar mjög harkalegar. Lögmaður lýsir því svo að komið hafi verið fram við mennina eins og dýr. Hælisleitendur hafa margir hverjir orðið fyrir miklu ofbeldi í heimalandi sínu. Aðgerðir sérsveitarinnar hafa verið sársaukafull upprifjun á því. Engar skýringar voru gefnar á tilefni handtöku, engin lögfræðiaðstoð veitt og engin túlkaþjónusta veitt. Lögreglan hefur upplýst að eitthvað af fíkniefnum hafi fundist í húsinu og eggvopn sem munu vera eldhúshnífar. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að ráðast á þá sem ekki geta varið sig.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar