18.10.2013 | 21:39
Hagnaður fyrirtækja á Evrusvæðinu.
Í nýrri skýrslu AGS um alþjóðlegan fjármálastöðugleika koma fram athyglisverðar upplýsingar um hagnað stórra og smárra fyrirtækja í fimm ríkjum Evrusvæðisins. AGS skoðar hagnað fyrirtækja fyrir skatt og vaxtagreiðslur sem hlutfall af eignum. Úrtakið er rúmlega 3 milljón fyrirtæki utan fjármálageirans og bæði í opinberri eigu og einkaeign. Fyrirtækin eru í Frakklandi, Portúgal, Ítaliu, Spáni og Þýskalandi. Í ljós kemur að hagnaður fyrirtækja er mun minni en hann var árið 2007. Undantekning eru þýsk fyrirtæki. Afar ólíklegt er að hagnaðarhlutfallið breytist til hins betra á þessu ári. Hagnaður þýskra fyrirtækja er á uppleið en hann er enn 7% lægri en hann var árið 2007. Lágt hagnaðarhlutfall hindrar fjárfestingar og gerir þær erfiðari. Batinn á því eftir að koma í ljós.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar