Hagnaður fyrirtækja á Evrusvæðinu.

Í nýrri skýrslu AGS um alþjóðlegan fjármálastöðugleika koma fram athyglisverðar upplýsingar um hagnað stórra og smárra fyrirtækja í fimm ríkjum Evrusvæðisins. AGS skoðar hagnað fyrirtækja fyrir skatt og vaxtagreiðslur sem hlutfall af eignum. Úrtakið er rúmlega 3 milljón fyrirtæki utan fjármálageirans og bæði í opinberri eigu og einkaeign. Fyrirtækin eru í Frakklandi, Portúgal, Ítaliu, Spáni og Þýskalandi. Í ljós kemur að hagnaður fyrirtækja er mun minni en hann var árið 2007. Undantekning eru þýsk fyrirtæki. Afar ólíklegt er að hagnaðarhlutfallið breytist til hins betra á þessu ári. Hagnaður þýskra fyrirtækja er á uppleið en hann er enn 7% lægri en hann var árið 2007. Lágt hagnaðarhlutfall hindrar fjárfestingar og gerir þær erfiðari. Batinn á því eftir að koma í ljós. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband