Agaleysi á Alþingi.

Eftir höfðinu dansa limirnir stendur einhvern staðar. Quod licket lovi non licket bovi sögðu Rómverjar. Það sem Júpíter má leyfist nautinu ekki. Hvort á nú við um Alþingi og þjóðina? Eins og alþjóð veit er hæstvirtur forsætisráðherra í fríi. Vitað er nokkurn veginn havr hann er en ekki hvers eðlis fríið er. Síðastliðið sumar vakti það athygli hversu margir ráðherrar tóku sér sumarfrí að lokinn velheppnaðri stjórnarmyndun!! Í þingskaparlögum segir að þingmenn skuli sækja alla fundi nema nauðsyn banni. Þingmenn tilkynna gjarnan forföll og það eru endalok málsins. Hins vegar dylst engum að viðvera þingmanna á þingfundum er æði misjöfn. Fleiri en einn og fleiri en tveir hafa kvartað yfir því að þeir töluðu fyrir tómum þingsal. Þingrásin hefur einn galla. Myndavélin er föst og sýnir alltaf ræðumann, starfandi forseta og starfsmann. Á mörgum þjóðþingum eru vélar sem sýna allan þingsalinn sem er miklu eðlilegra. Þeirri hugmynd er hér með komið á framfæri að þetta verði gert hér. Það hefur einnig komið í fjölmiðlum að mætingar á nenfdarfundi séu nokkuð misjafnar. Í stað þess að halda eina ræðuna enn um agaleysið í þjóðfélaginu gætu stjórnmálamenn tekið til hjá sjálfum sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband