19.10.2013 | 15:38
Noregur; bændauppreisn í Venstre.
Ingebjorg Winjum í Granvin segir að ef stefna Hoyre og Frp nái fram að ganga muni landbúnaður á strjálbýlum svæðum leggjast af. Stefnan er að lækka tolla, lækka styrki og einfalda regluverkið. Ódýrar matvörur munu streyma inn í landið frá ESB og norskir bændur eru ekki samkeppnishæfir. Hvert land verður að hafa eigin matvælaframleiðslu segir Winjum. Það er alveg ljóst að bændur eru ekki hlynntur þeirri þróun sem Hoyre og Frp stefna að. Öll ríki beita tollvernd og ekki síst stóru ríkin eins og BNA. Jorn Nordmeland er andvígur því að afnema óðalsréttinn og búskyldu. Ef búskyldan hverfur geta stóreignamenn komist yfir jarðirnar og nýtt þær að vild. Í Venstre eru skiptar skoðanir um landbúnaðarmálin. Sumir vilja leggja áherslu á grænan landbúnað og aðrir eru ekki andsnúnir því að einfalda regluverkið. Ef styrkir verða minnkaðir kemur það afar mismunandi niður á svæðum og stjórnsýslueiningum.(Klassekampen)
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar