19.10.2013 | 19:21
Hvenær springur Google bólan?
Í gær hækkuðu hlutabréf í Google og hluturinn fór í 1000 dollara. Á undan voru komar fréttir af góðum hagnaði. Þær fréttir eru nokkuð á skjön við aðrar úr þessum geira. Þær eru reyndar einnig á skjön við fréttir úr efnahagslífi BNA og Evrusvæðisins. Hækkunin er hins vegar í takt við þróun máli í Kína. Verð á hlutabréfum margra tæknifyrirtækja er svipað og var á tíunda áratugnum fyrir aldamótabóluna. Dow Jones og nasdaq vísitölurnar fóru í hæstu hæðir árið 2000 en hröpuðu síðan niður. Venjulega eru langar sveiflur í breytingu vísitalna ef þær mæla nokkurn veginn rétt. Eftir kreppuna miklu 1929 og hrun á verði hlutabréfa náðu vísitölur ekki sama gildi og þær höfðu fyrir kreppu fyrr en 1954. Hlutabréf tæknifyrirtækja í BNA hafa fjórfaldast í verði á síðustu 13 árum. Það er erfitt að sjá hvaða breytingar innan fyrirtækjanna, vöruframboði þeirra og þjónustu gæti skýrt slíkar breytingar. Skýringanna er líklega að leita í því aukna peningamagni sem Seðlabankinn setur í umferð. Peningaprentunin heldur áfram þetta ár og ef einnig á næsta ári mun bólan þenjast út...... (Boffys blog.)
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar