19.10.2013 | 21:16
Viðskiptavit Íslendinga nær nýjum hæðum.
Í fréttatíma söðvar tvö var sagt frá athyglisverðum viðskiptum. Pólska fyrirtækið Anet kaupir verulegt magn af íslenskum gærum en þær eru nánast alfarið fluttar óunnar úr landi. Gæran mun kosta innan við þúsund krónur. Pólska fyrirtækið vinnur úr gærunum fullunna vöru og flytur út til margra landa. Merkilegast er að vörurnar er einnig fluttar út til Íslands. Við heimkomuna er gæran mun verðmætari en þegar hún yfirgaf landið. Vinnsluvirðið mun eðlilega að verulegu leyti skila sér til pólska fyrirtækisins Anet. Í viðtali við sjónvarpsstöðina sagði starfsmaður pólska fyrirtækisins að viðskiptin væru mjög góð og ábótasöm. Ummælin eru ákaflega skiljanleg!
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar