Þrælar á Íslandi í fortíð og samtíð.

Talið er að þrælar hafi verið aðalvinnuafl bænda á 10. öld. Þrælahald var hins vegar ekki hagkvæmt fyrir landbúnað hér á landi og munu snemma margir þrælar hafa fengið takmarkað fresli sem leiguliðar. Ekki mátti selja óvinnufær skyldmenni eða börn úr landi. Menn gátu hins vegar orðið skuldarþrælar ef þeir gátu ekki séð fyrir skuldarómögum sínum. Þegar skuldin var greidd urðu skuldarmenn frjálsir. Skuldaþrælkun hefur líklega lags niður á 11. öld. Víkur þá sögunni að 21. öldinni. Samkvæmt Globalslaveryindex  eru þrælar á  Íslandi innan við eitt hundrað. Þrælahald tengist einkum kynlífsiðnaði en í mun minna mæli byggingariðnaði og ferðaþjónustu(?). Mansal tengist hugsanlega þjónustustörfum á heimilum og þvinguðum hjónaböndum.  Nokkur dæmi eru um að ófrískar afrískar konur úr kynlífsiðnaði hafi komið til landsins. Ísland hefur undirritað alla mikilvæga samninga sem snerta nútíma þrælahald. Kristínarhús opnaði 2011 og á síðasta ári dvöldu alls 20 konur þar. 15 höfðu verið í kynlífsiðnaði eða stundað vændi en 5 höfðu orðið fyrir heimilisofbeldi. 2012 fæddust 3 börn í Kristínarhúsi. 2009 voru kaup á vændi bönnuð og nektarklúbbar 2010. Þá hafa nýlega kampavínsklúbbar skotið upp kollinum. En hvað á að gera? Endurskoða lög um bann a´vændiskaupum til að gera þau skilvirkari og nákvæmari. Gera vísindalega úttekt á áhrifum laganna. Styrkja þær stofnanir sem rannsaka og berjast gegn vændi. Gera upplýsingar um nútímaþrælahald öllum aðgengilegar. Tryggja að réttindi erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði séu tryggð. Tryggja hagsmuni fórnarlamba þrælahalds. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband