20.10.2013 | 19:09
Klámiðnaður á netinu.
Fabian Thylman er þekktur maður í þessum geira. Hann sætir nú rannsókn vegna skattsvika og brota gegn barnaverndarlögum. Hann hefur nú selt hlut sinn í Manvin fyrirtækinu til helstu stjórnenda þess. Upphæðin er amk 100 milljónir dollara. Manvin er risafyrirtæki. Það rekur síður eins og YouPorn, Pornhub og Red Tube. Auk Playboy Plus. Í desember síðastliðnum var Thylman tekinn fastur vegna gruns um skattsvik. Þá voru hjá Manvin uþb eitt þúsund starfsmenn. Veltan var þriggja tölustafa tala í milljónum dollara á ári. Hagnaður er umtalsvert meiri en íslenskir atvinnurekendur eiga að venjast. Thylman hafði þá lent í andstöðu við stjórnendur fyrirtækisins sem eru aðallega staðsettir í Montreal í Kanada. Lögleglan rannskar einn hvort Thylman hafi dreift barnaklámi. Það er auðvelt fyrir alla að komast inná síðurnar YouPorn og PornHub. Það nægir að staðfesta aldur með því að smella með músinni. Samkvæmt þýskum barnaverndarlögum verður að sanna aldur til að komast inná klámsíður. Fyrirtækjanet Thylmans samanstendur af meir en 35 fyrirtækjum. Nokkur fyrirtækjanna eru staðsett á Kýpur. (Spiegel).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar