21.10.2013 | 21:00
40 handtökur og borgaraleg óhlýðni.
Atburðirnir í Gálgahrauni í dag munu konast í Íslandssögu framtíðarinnar. Það er að mörgum ástæðum. Svo virðist sem almenningi sé ekki tryggður nægur réttur til að hafa áhrif á framkvæmdir sem hafa áhrif á náttúrulegt umhverfi áður en framkvæmdir hefjast. Eftir að framkvæmdir eru hafnar er enn erfiðara að hafa áhrif. Nokkrir lögmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að rétt sé að bíða dómsúrskurðar vegna þess hversu mörg atriði eru óljós. Framgangur bæjaryfirvalda einkennist af augljósri frekju og ljóst er að miklir hagsmunir hljóta að vera í húfi. Hagsmunir verktaka í vegagerð og byggingariðnaði. Borgaraleg óhlýðni er þegar brotið er gegn lögum en markmiðin eru almannaheill. Lögbrotið fer fram fyrir opnum tjöldum og felur ekki í sér ofbeldi. Sá sem brýtur af sér beygir sig undir vald lögreglu. Borgaraleg óhlýðni er eðlilegur þáttur í lýðræðisríki. Svört kona Rosa Parks neitaði að standa upp fyrir hvitum manni í stræðsivagni þegar henni var skipað að gera það. Það var í desember 1955. Barátta Martin Luther King jr einkenndist af borgaralegri óhlýðni.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar