22.10.2013 | 07:18
Er forsætisráðherra kjáni?
Framsókn er í miklu andstreymi þessar vikurnar. Það litla sem ríkisstjórnin hefur komið í framkvæmd er verk Sjálfstæðisflokksins. Framsókn situr uppi með svikin kosningaloforð og reynir af veikum mætti að klóra í bakkann. Þrír milljarðar strax og þjóðarsátt um Landsspítalann heitir nú að strax sé teygjanlegt hugtak.Punktur. Ósamræmi í málflutningi stjórnarflokkanna um skuldaleiðréttingu er augljós. Það er að renna upp ljós fyrir þeim sem trúðu hvað fastast á kosningaloforð Framsóknar. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi hefur varað flokkana við.Stjórnin verður ekki langlíf ef hún bregst í þessu stóra máli. Nýkominn úr verðskulduðu fríi(að eigin sögn) mætti ætla að forsætisráðherra væri ferskur en svo virðist ekki vera. Honum tekst að kreista fram einn aulabrandar um að Helgi Hjörvar megi koma með honum í næsta verðskuldaða frí. Síðan óttast forsætisráðherra að stjórnarandstaðan muni beita málþófi þegar(og ef) frumvörp ríkisstjórnarinnar komi fram. Heyr á endemi! Hann óttast sem sagt að núverandi stjórnarandstaða taki stjórnarandstöðu síðasta tímabils til fyrirmyndar. Hans eigin hegðun er nú orðin að fyrirmynd sem varað er við! Aðspurður um hrun flokks hans í skoðanakönnunum á Bylgjnni sagði forsætisráðherra að skoðanakannanir væru gerðar í hverjum mánuði(sic)og ekki ástæða til að koma með athugasemdir í hvert skipti!!
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar