22.10.2013 | 11:07
Hvað er íslensk þjóðmenning?
Þessu má svara með einfaldri skilgreiningu. Það er sú sérstaka menning sem einkennir Íslendinga sem þjóð. En þá vantar allt innihald: er það íslensk tunga? eru það bókmenntir og þá sérstaklega miðaldabókmenntir? eru það rómantísk skáld 19du aldar? íslensk þjóðlög? burstabærinn? safnið að Skógum? Við stjórnarmyndun lýsti Framsókn því yfir að flokkurinn vildi leggja áherslu á þjóðmenningu. Forsætisráðherra fór og heimsótti Þjóðminjasafnið. Síðan hefur lítið gerst. Þjóðmenningu er hægt að skoða á ýmsan hátt. G Hofstede er þekktur fræðimaður á sviði menningarrannsókna. Með aðferðum hans hefur verið gerð rannsókn á íslenskri þjóðmenningu. Samkvæmt henni einkennist íslensk menning af lítilli valdafjarlægð milli manna, óvenjumikilli einstaklingshyggju,lítilli karllægni( sem lýsir sér m.a. í formlegu jafnrétti karla og kvenna.)og fremur lítilli langtímahyggju. Ísland svipar til Noregs hvað varðar valdfjarlægð milli fólks. Áhersla er lögð á fjárhagslegan- og efnalegan jöfnuð milli fólks og að samskiptu séu ófromleg í daglegu lífi. Stjórnendur fyrirtækja líta á allt starfsfólk sem eitt lið sem vinnur að sama markmiði. Einstaklingshyggja er mjög ríkjandi hér á landi. Hver ber ábyrgð á sjálfum sér. Hvatning og umbun er oft eistaklingsmiðuð hjá stórum fyrirtækjum. Varðandi litla karllægni þá einkennast samskipti kynjanna af jafnræði en auðvitað er morgunljóst að munur er á tekjum karla og kvenna. Loks er þess að geta að ráðdeild og skýr framtíðarsýn eru ekki áberandi einkenni menningarinnar.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar