Ný prófraun fyrir evruna.

Í nýrri skýrslu Bundesbank kemur fram að verð á húsnæði í stærstu borgum landsins er 20% hærra en hægt er að skýra með efnahagslegum eða lýðfræðilegum þáttum. Stöðugt verðlag er hins vegar á dreifbýlum svæðum. En það er engin ástæða til ofsafenginna viðbragða. Verðbólguleiðrétt var verð húsnæðis 2010 fyrir neðan verð ársins 1975. Á sama tíma hækkaði verð um 50% í USA , 150% á Englandi og 200% á Spáni. Hlutfall húsnæðisverðs í Þýskalandi og leigu og tekna er fyrir neðan langtíma meðaltal. Lítið hefur verið byggt af nýju húsnæði í Þýskalandi og það kæmi sér vel fyrir allt evrusvæðið ef uppsveifla yrði í þessari grein. En brennt barn forðast eldinn. Evrukreppan á m.a. upphaf sitt í mikill uppsveiflu í byggingariðnaði á jaðarsvæðum. Fjárstreymið skapaði mikið ójafnvægi og óraunsæar væntingar hjá sjórnvöldum. En nú eru fjárfestar og bankar í mikilli leit að arðvænlegum fjárfestingarmöguleikum. Þýskur húsnæðismarkaður gæti verið lausnin. Verðbólgan er nú 1.1% á evrusvæðinu og atvinnuleysi er 12%. Það er því ljóst að meira aðhald í fjármálastefnu er ekki æskileg. Viðskiptajöfnuður Þýskalands er jákvæður og hið opinbera er rekið með hagnaði. Ríkisskuldabréf seljast á nánast núll vöxtum. Meira aðhald myndi skapa meira ójafnvægi á evrusvæðinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband