23.10.2013 | 12:11
124 evrópskir bankar í álagsprófum.
Evrópski Seðlabankinn(EZB) mun prófa bankana með ýmsum hætti í nóvember og næstu 11 mánuði. 24 þýskir bankar eru í þessum hópi. Meðal annars er krafist 8% eiginfjárhlutfalls. 2014 á EZB að hafa eftirlit með mikilvægustu bönkum evrusvæðisins. Prófin eru í þremur hlutum og þegar þeim er lokið kemur í ljós hverjir af stærstu bönkum svæðisins fara undir eftirlit EZB. Þýsku bankarnir 24 eru 65% bankageirans og bankarnir 124 eru 85% bankageirans á evrusvæðinu. Gegnsæi skiptir öllu máli segir Mario Draghi bankastjóri. Á síðustu fimm árum hafa bankarnir gert ýmislegt til að styrkja innviði sína fyrir utan að fá 275 milljarða í aðstoð frá hinu opinbera. Þrátt fyrir tal um gegnsæi er ákveðið vantraust ríkjandi og óljós grunur um áhættu í bankakerfinu. Einhvers staðar leynast ókunnar hættur. Nokkir bankar hafa á undanförnum árum ekki tekið kröfuna um 8% eiginfjárhlutfall alvarlega. Fjárframlög frá ríkinu hafa verið talin til eiginfjár. 2019 munu strangari reglur ganga í gildi, þ.e. Basel III.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar