Evrópskir bankar í álagsprófum; verð á hlutabréfum lækkar.

Um miðjan nóvember mun Evrópski Seðlabankinn hefja umfangsmikla álagsprófun á 124 stærstu fjármálastofnunum Evrusvæðisins. Þetta hafði þegar þau áhrif að verð á  hlutabréfum í nokkrum stórum bönkum lækkaði. Verð bréfa í Santander og Banco Bilbao á Spáni  lækkuðu talsvert og bréf þýska bankans Commerzbank um 4%. það er ljóst að fjárfestar óttast útkomu álagsprófanna. Gerð verður krafa um 8% eiginfjárhlutfall. Áhættumat verður skoðað nákvæmlega. Skoðað verður hvort nægilegt fé sé til að mæta tapi í útlánum. Eru veðin rétt metin?Eru tæki bankanna til inngrips rétt metin? Sett verður á svið kreppuatburðarás og viðbrögð bankanna skoðuð. Fyrir þremur dögum birtist löng grein í The New York Times um Ignazio Angeloni en hann er yfirmaður þeirrar deildar Evrópska Seðlabankans sem sér um fjármálastöðugleika. Blaðið segir að á undanförnum árum hafi stærstu bankar heimsins verið eins og svört box. Enginn skilur hvað gerist innan þeirra hvorki þeir sem stjórna né þeir sem hafa eftirlit. Þannig hurfu Lehmann Brothers í reyk misheppnaðar fjármálasnilldar. Angeloni hefur nú það mikilvæga hlutverk að tryggja traust umheimsins á evrópskum bönkum. Það er mikið í húfi fyrir Evrópu og ítalska hagfræðinginn. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband