Var sími Merkel kanslara Þýskalands hleraður?

Svarið er hugsanlega já og ákveðnar vísbendingar benda til þess. Merkel kanslari hefur þegar hringt beint til Obama forseta vegna þessa máls. Líkur eru á að síminn hafi verið hleraður í mörg ár af bandarískum stofnunum. Merkel kanslari mótmælti þessu harðlega í samtali við forseta USA og krafðist þess að málið yrði upplýst að fullu. Málið hefur verið rannsakað af BND(þýsku leyniþjónustunni) og stofnun sem sér um netöryggismál fyrir stjórnvöld. Samkvæmt þessum rannsóknum eru vísbendingar nægilega sterkar til að gera málið opinbert. Talsmaður Öryggisráðs USA hefur lýst því yfir að USA njósni ekki  og muni ekki njósna um kanslarann. Hann svaraði því ekki beint hvort hafi verið njósnað. SPD, jafnaðarmannaflokkur Þýskalands, hefur krafist nákvæmra skýringa frá USA. Hafi verið njósnað er það rof á trúnaði og trausti. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband