23.10.2013 | 21:50
Íslenska krónan og 10.000 kr. seðillinn.
Á morgun fer 10 þúsund króna kallinn í almenna umferð en þó verður hann ekki fyrst um sinn í hraðbönkum. 1981 var myntbreyting eins og margir muna. Þá voru tvö núll tekin af þannig að hundrað krónur urðu að einni. Íslenska krónan á sér alllanga sögu. Hún varð til 1871 með löggjöf 2.1. Landssjóður Íslands gaf út seðlaröð 1885. Seðlarnir voru 5, 10 og 50 krónur. Fyrsta gengisskráning krónunnar fór fram 1922 en krónan hafði þá verið tengd dönsku krónunni í átta ár. 1924 var tekin upp sú stefna að hækka ætti gengi krónunnar sem kom eðlilega illa við útflutningsgreinar. 1939 var gengi krónunnar lækkað með lögum. Stríðið og innstreymi fjármagns breyttu þessu fljótt. 1979 til 1983 var mikil verðbólga í landinu og urðu raunvextir óverðtryggðra lána neikvæðir um allt að 10%. Seðlabanki Íslands tekur 2001 upp formleg verðbólgumarkmið. Á þessari stundu er framtíð krónunnar óljós. Möguleikarnir eru margir : fastgengi, myntráð, dollaravæðing, myntbandalag,fljótandi gengi, upptaka evru(innganga í ESB)......
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar