Er íslenska krónan fimm gjaldmiðlar?

Nýlega tilkynnti Raul Castro leiðtogi Kúbu að stjórnvöld hyggðust breyta skipulagi gjaldeyrismála í landinu og framvegis yrðu ein tegund peso í landinu en ekki tvær. Kúba er fátækt land og hefur lengst af verið einangrað frá alþjóðlegum viðskiptum. Þjóðartekjur Íslendinga eru hins vegar háar-enn mjög háar þrátt fyrir hrun og kreppu. Í landinu virðast hins vegar vera fimm gjaldmiðlar. Óverðtryggð króna er nafnkrónan og óvarin gegn verðbólgu og verðsveiflum. Allt venjulegt launafólk fær útborgað í slíkum krónum. Verðtryggð krónan heldur verðgildi sínu þrátt fyrir verðbólga. Hún stenst einnig mikil verðbólguskot. Þessi króna heldur verðgildi sínu þótt t.d. laun borguð í nafnkrónur missi verðgildi. Í bókhaldi hvers og eins er því gott að hafa tekjur og eignir í verðtryggðum krónur en útgjöld og skuldir í nafnkrónum. Þá er það aflandskrónan. Þessi króna er krónuinnistæður í erlendum bönkum eða innistæður erlendra aðila í innlendum bönkum. Í fyrra taldi Seðlabankinn að aflandskrónur væru 425 milljarðar. Aflandskrónur geta verið verðbréf eins og jöklabréfin margfrægu. Viðskipti með aflandskrónur fara fram á aflandsgengi. Seðlabankinn hefur gjaldeyrisúboð þar sem hann kaupir gjaldeyri í skiptum fyrir krónur. Þeir sem slíkar krónur kaupa fá þær á afarhagstæðu(m)verði(um) og hafa þess vegna verulegt forskot á aðra sem vilja fjárfesta innanlands. Lýkur nú að segja af krónunni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband