Áhyggjur af málafæð ríkisstjórnarinnar.

Sá undarlegi atburður varð á Alþingi í dag að Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir í ræðustól að hún hefði áhyggjur af málafæð ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur hingað til eingöngu komið með frumvörp sem lagaskylda hvílir á svo sem fjárlög en þau ber að samþykkja á hverju ári. Árni Páll Árnason hóf þessa umræðu og nefndi meðal annars að starf nokkurra nefnda hefði legið niðri vegna verkefnaskorts. Hann minnti einnig á að þingið kæmi seinna saman nú en hefði átt að vera. Ný og bætt vinnubrögð fela meðal annars í sér að leggja mál tímanlega fram þannig að þingið hafi nægan tíma i umræður og meðferð málsins. Ragnheiður skýrði ekki hvernig á þessum seinagangi stæði en fróðlegt hefði verið að heyra skýringar hennar. Geta flokkarnir ekki komið sér saman um mál eða er forgangsröðun þeirra ekki sú sama? Á ríkisvaldið að draga sig í hlé og láta markaðinn um að finna lausnirnar?? Hver svo sem skýringin er mun þetta ástand ekki auka traust á getu og vilja ríkisstjórnarinnar til að sinna brýnum málum. Virðing Alþingis mun ekki vaxa af þessu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband