31.10.2013 | 16:32
Snowden fær nýtt starf.
Anatoli Kutscherena lögfræðingur hefur tilkynnt að Snowden muni hefja störf hjá stóru rússnesku tölvufyrirtæki. Fyrirtækið heitir Vkontakte og er nokkurs konar rússnesk útgáfa af Facebook. Notendur munu vera meira en 100 milljónir. Lögfræðingur Snowden hefur margvísleg sambönd í Kreml. Hann bauð föður Snowden til Moskvu. Hópur uppljóstrara heimsótti Snowden í Moskvu fyrir tilstilli Anatoli. Snowden getur dvalið í Rússlandi í eitt ár en hvað tekur við er óljóst. Það er ljóst að Snowden gæti orðið lykilvitni í mörgum málum. Ef þýska þingið ákveður að rannsaka hlerun USA í Þýskalandi yrði að tryggja öryggi hans. Snowden er nefndur ýmsum nöfnum; föðurlandssvikari og sannur ættjarðarvinur. Og allt þar á milli.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar