1.11.2013 | 16:56
Af hverju er ekki verðhjöðnun á evrusvæðinu?
Þessi spurning var sett fram í grein í þýsku útgafu WSJ í lok júlí í sumar. Það er mjög margt í hagkerfum landanna sem bendir til þess að verðhjóðnun gæti orðið veruleiki en af hverju er hún ekki löngu komin. Samdráttur hefur orðið í landsframleiðslu Spánar, Portúgals, Ítalíu, Írlands og Grikklands. Samdráttur í Grikklandi er langmestur eða 20%. Í öllum þessum löndum hefur verið verðbólga nema á Írlandi 2009 til 2010. Verðhjöðnun er það sem Seðlabankar allra landa óttast mest. Menn horfa til reynslu Japana á tíunda áratugnum. Evrópski Seðlabankinn getur ekki beitt sér með sama hætti og aðrir seðlabankar af stjórnmálalegum ástæðum. En hvað kemur þá í veg fyrir verðhjöðnun? Í mörgum löndum er halli á fjárlögum ríkisins og því er mætt með hækkandi sköttum. Hærri neysluskattar viðhalda verðbólgu. Raunlaun fara lækkandi og það gefur fyrirtækjum tækifæri til að hækka álagningu á vörum og þjónustu. Á Ítalíu minnkar einnig framleiðni. Í júní voru verðhækkanir í ofangreindum löndum ákaflega litlar og aðeins á Spáni var meiri verðbólga en 2%. Draghi bankastjóri segir að markmiðið sé 2%. Of mikil verðbólga er jafn slæm og of lítil. Reynsla Japana sýni hins vegar að land sem lendi í verðhjöðnun sé mjög lengi að á sér uppúr henni.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar