Af hverju er ekki verðhjöðnun á evrusvæðinu?

Þessi spurning var sett fram í grein í þýsku útgafu WSJ í lok júlí í sumar. Það er mjög margt í hagkerfum landanna sem bendir til þess að verðhjóðnun gæti orðið veruleiki en af hverju er hún ekki löngu komin. Samdráttur hefur orðið í landsframleiðslu Spánar, Portúgals, Ítalíu,  Írlands og Grikklands. Samdráttur í Grikklandi er langmestur eða 20%. Í öllum þessum löndum hefur verið verðbólga nema á Írlandi 2009 til 2010. Verðhjöðnun er það sem Seðlabankar allra landa óttast mest. Menn horfa til reynslu Japana á tíunda áratugnum. Evrópski Seðlabankinn getur ekki beitt sér með sama hætti og aðrir seðlabankar af stjórnmálalegum ástæðum. En hvað kemur þá í veg fyrir verðhjöðnun? Í mörgum löndum er halli á fjárlögum ríkisins og því er mætt með hækkandi sköttum. Hærri neysluskattar viðhalda verðbólgu. Raunlaun fara lækkandi og það gefur fyrirtækjum tækifæri til að hækka álagningu á vörum og þjónustu. Á Ítalíu minnkar einnig  framleiðni. Í júní voru verðhækkanir í ofangreindum löndum ákaflega litlar og aðeins á Spáni var meiri verðbólga en 2%. Draghi bankastjóri segir að markmiðið sé 2%. Of mikil verðbólga er jafn slæm og of lítil. Reynsla Japana sýni hins vegar að land sem lendi í verðhjöðnun sé mjög lengi að á sér uppúr henni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband