München; Picasso innan um niðursuðudósir.

Þetta er skelfilegt. Sérvitringur virðist hafa safnað verkum frægra málara áratugum saman og falið þau í íbúð sinni. Hvað verður um verkin er óljóst. Heimatilbúin húsgögn og rotnandi matur. Í þessu umhverfi eru verk eftir Picasso, Chagall, Nolde, Mattise og Splitweg. Verkin eru metin á milljónir evra. Listaverkafjársjóður finnst í óásjálegri íbúð. Þetta gæti verið byrjun á sakamálasögu og kannski verður það reyndin. Hinn grunaði er áttræður og 2010 fundu tollverðir í Sviss 9000 evrur í seðlum í tösku hans. Þetta leiddi til þess að dómari gaf leyfi til að leita í íbúð mannsins. Í íbúðinni var neglt fyrir alla glugga. Hún var full af gömlum matælum sem höfðu runnið út fyrir áratugum sum hver. Faðir hins grunaða var þekktur listaverkasali á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Þegar nasistar komust til valda missti hann stöðu sína sem yfirmaður safns í Hamborg. Hann var af gyðingaættum. Hann fékk hins vegar það hlutverk að kaupa "úrkynjaða" list sem svo var nefnd af nasistum. Hann hafði margvísleg sambönd og keypti málverk á smánarlega lágu verði. Hann gat komið myndunum undan eftir stríðið en þá sagði hann yfirvöldum að myndirnar hefðu eyðilagst í loftárásum. Í tvö ár hafa málverkin verið í geymslu tollyfirvalda og listfræðingar hafa rannsakað þau. Enn hvílir leynd yfir málinu og margt á eftir að koma í ljós.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband