Seðlabanki Evrópu-EZB-lækkar stýrivexti í 0.25%.

Hlutabréfamarkaður tók tíðindum vel, gengi evrunnar lækkaði og Dax hækkaði verulega. Óvíst er hvort þetta kemur hreyfingu á efnahagslífið en verðbólga gæti aukist. Eitt óttast Þjóðverjar mest alls en það er að verðbólgan éti upp sparnaðinn. Reynslan af óaverðbólgu í Weimarlýðveldinu situr í þjóðarsálinni. Þá kom skuldakreppan og Seðlabankinn dældi ódýrum peningum út í hagkerfið. Verð á gulli og húsnæði byrjaði að hækka. Og nú setur Mario Draghi stýrivexti næstum á núll. En ákvörðunin er skiljanleg. Evrusvæðið þarf ekki að óttast verðbólgu heldur verðhjöðnun. Í október hækkaði verðlag um 0.7%. Þetta er lægsta gildi síðan 2009 og í kreppulöndum Suður-Evrópu var verðbólgan 0.5%. Í Japan er verðhjöðnun og hún hefur lamandi áhrif á allt hagkerfið. Ákvörðun Draghi sýnir að hættan á verðhjöðnun er tekin mjög alvarlega. En hún ein og sér leysir ekki vandann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband