8.11.2013 | 17:39
Höfum við efni á Sinfóníuhljómsveit?
Höfum við efni á að setja 900 milljónir í slíka hljómsveit? Eða kannski 500 milljónir? Eða kannski ekkert?Spyrja má á almennari hátt: á hið opinbera að styrkja menningarstarfsemi og hversu mikið? Sömu krónunni verður ekki eytt tvisvar í útgjöldum hins opinbera. Sömu krónunni verður heldur ekki eytt í arðgreiðslur, einkaneyslu og samneyslu. Í hagfræði er talað um verðleikavörur en þá er átt við vörur og þjónustu sem talið er að auðgi samfélaið en þann ávinning er ekki alltaf hægt að mæla í verði. Rekstur sinfóníuhljómsveita er kostnaðarsamur og tónlistin höfðar ekki til allra. Í langflestum löndum styðja stjórnvöld slíka starfsemi með beinum fjárframlögum eða með öðrum hætti. Almennt séð auðgar menningarleg starfsemi samfélag manna. Jöfnuður varðandi aðgengi að menningu skiptir miklu máli. Stuðningur hins opinbera við menningarstarfsemi getur verið aðferð til að ná þessu markmiði. Nú geta einkafyrirtæki og auðmenn stutt menningarstarfsemi og gera það mjög víða. Menningargeirinn á Íslandi er stór á evrópskan mælikvarða. Rúmlega 3% vinnumarkaðarins eru innan geirans. Ef miðað er við miðborg Reykjavíkur búa 75% þjóðarinnar á svæði sem er innan við klukkutíma akstur. Slík samþjöppun byggðar er einstök. Það er því ljóst mikilvægt er að efla menningarstarfsemi utan höfuðborgarsvæðisins til að efla fjölbreytni og vinna gegn fábreytni í atvinnuháttum.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar