A Greenspan: aðeins pólitísk eining getur bjargað evrunni.

Greenspan er þeirrar skoðunar að félagskerfi ríkja ESB verði að líkjast meir hvert öðru. Annars muni evrusvæðið ekki eiga sér framtíð. Hann álítur aðra fjármálakreppu vera mögulega. Gott og blessað: þessar skoðanir eru hvorki frumlegar né nýjar en hvað sem því líður hefur þýska blaðið Welt langt viðtal við bankastjórann sem fyrrum hafði mikil völd. Greenspan er að skrifa nýja bók. Hann vill skýra fjármálakreppuna með óskynsamlegri(irrational)hegðun manna sem eiga viðskipti á fjármálamörkuðum.En hefur mannsmynd hagfræðinnar beðið hnekki? Hvað um hinn hagræna mann? Í meginatriðum er maðurinn skynsamur og hagrænn segir Greenspan. Upplýsingin , eignarrétturinn og tilkoma kapitalismans hafa leitt til gífurlegra framfara og skapað auðlegð nútímans. Líkön Seðlabanka USA gátu ekki sagt fyrir um fjármálakreppuna , viðurkennir Greenspan. Það brást. Við gerðum ekki ráð fyrir óskynsamlegu hagrænu atferli manna. Annars eru hagfræðingar ekki spámenn í biblíulegum skilningi segir Greenspan. Það er hins vegar nauðsynlegt að koma í veg fyrir með lögum að bankarnir taki of mikla áhættu. Í dag verður að skylda bankana til að eiga amk 20% eigið fé. Evrusvæðið verður að vera politisk eining(samband,politische Union) annað hvort öll ríkin eða kjarnaríkin. Sameiginlegt efnahags- og myntsvæði getur ekki haft mismunandi félagskerfi(velferðarkerfi). Þýski seðlabankinn (Bundesbank) hefur lánað seðlabönkum annarra ríkja 570 milljarða evra. Peningakerfið er ekki í jafnvægi. Nú ert þú orðinn 87 ára gamall ,segir blaðamaðurinn. Mér finnst ég vera mjög ungur segir Greenspan; alls ekki eldri en 85 ára..(Die Welt)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband