Föst sambönd, skyndikynni og kynlíf á háskólasvæðum.

Samkvæmt óformlegri könnun sem gerð var á student.is höfðu 15% svarenda stundað kynlíf á háskólasvæðinu. 70 manns tóku þátt í könnuninni og hún er ekki vísindaleg í venjulegri merkingu. Úrtakið mun ekki hafa verið rétt valið og engin leið er að meta áreiðanleika svaranna. Hvað um það. Víða í heiminum eru stundaðar rannsóknir á kynlífi stúdenta. Í nýlegum bandarískum rannsóknum hefur komið í ljós að föst sambönd eru mun hagstæðari fyrir konur en skyndikynni hvað fullnægingu varðar. Þrátt fyrir jafnræði á skyndikynnamarkaðinum milli karla og kvenna hefur það ekki breyst að karlar eru líklegri til að fá fullnægingu en konur. Í rannsókn sem gerð var á stúdentum við Indianaháskólann kom í ljós að konur í föstum samböndum voru helmingi líklegri til að fá fullnægingu en þær sem höfðu marga maka á skyndikynnamarkaði. Í annarri rannsókn tóku 24000 stúdentar þátt og tók hún fimm ár. Í þeirri rannsókn kom í ljós að 40% kvenna höfðu fengið fullnægingu í síðustu skyndikynnum en hins vegar 80% karla. Af þeim konum sem voru í föstu sambandi fengu 75% fullnægingu í síðustu samförum.  Um fjórðungur kvenna fær fullnægingu eingöngu við sjálfsfróun. Sérhver lífsstíll hefur sína kosti og galla. Allir hafa frjálst val. (well.blogg.nytimes.com)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband