Skákæði í Noregi vegna heimsmeistaraeinvígis.

Norðmenn eru þekktir fyrir dálæti sitt á hægum útsendingum í sjónvarpi. Sjónvarpið fylgdist með siglingu ferju eftir langri strandlengju Noregs marga klukkutíma á dag. Lengsta viðtal í norska sjónvarpinu tók 30 klukkutíma.  Nú fylgjast þúsundir Norðmanna með einvígi Carlsen og Anand sem fram fer á Indlandi. Norðmenn eru ákaflega stoltir af afreksmönnum sínum í íþróttum. Skærustu stjörnurnar eru í vetraríþróttum. 13 ára gamall var Carlsen stórmeistari og nú er hann í allra fremstu röð stórmeistara í heiminum. Nrk og Vg eru með beinar útsendinar. Stórmeistarar skýra skákirnar og áhorfendur geta komið með athugasemdir og tilgátur um næstu leiki. Í fjórðu skákinni voru 35000 notendur tengdir við beina útsendingu NRK. Norskur drengur sem kemst í fremstu röð er alltaf sigurvegari virðist vera viðhorfið. Í skólum og vinnustöðum hafa víða verið komið fyrir stórum skermum og þar er fylgst með af áhuga. Hjá þessari ríku olíuþjóð virðist vinna og nám hafa þokað fyrir skákáhuga amk í bili. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband