Írland yfirgefur öryggisnetið.

Í desember ætla Írar að hætta í samstarfi við Framkvæmdastjórn ESB, Evrópska Seðlabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þeir vilja standa á eigin fótum. Þeir munu ekki taka frekari lán eða vinna samkvæmt áætlunum í samstarfi við þessa aðila. Enda Kenny forsætisráðherra tilkynnti að eftir 15.12 munu Írar ekki nýta sér lánalínur hjá Björgunarsjóði Evrópska Seðlabankans. Írski ríkissjóðurinn nýtur nú meira trausts á fjármálamörkuðum en þegar kreppan var hvað dýpst. Áhættuálag var þá 14% en er nú 3.5%.  Allt virðist stefna í rétta átt. Landsframleiðslan fer vaxandi og halli á fjárlögum minnkar. Írar hefðu getað tekið lán uppá 10 milljarða evra en það hefði kostað 50 milljónir evra í vexti og gjöld. Ef þessi kostur hefði verið valinn þá var útilokað að halda því fram að allt stefndi í rétta átt. Ýmsir telja að núverandi stefna feli í sér óvissu og áhættu. Þeir telja gjaldeyrisvarasjóði of litla. Írska ríkið er skuldugt. Skuldir eru 120% miðað við landsframleiðslu. Írum finnst eðlilegt að ESM taki þátt í að létta skuldabyrðina. Írska ríkið hafi gengið í ábyrgð fyrir bankana og þar með stuðlað að stöðugleika á evrusvæðinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband