18.11.2013 | 10:01
England; vannæring á krepputímum.
Fjöldi tilvika skráðum á enskum sjúkrahúsum hefur tvöfaldast á fimm árum. Kreppan kemu harðast niður á þeim sem fátækastir eru bæði einstaklingum og fjölskyldum. Norman Lamb , ráðherra heilbrigðismála segir að skráð vannærinartilvik á sjúkrahúsum hafi verið 3661 árið 2008 en 5499 árið 2012. Verð á matvælum og almennum framfærslukostnaði hefur hækkað mjög mikið eftir matargjafir hjálparsamtaka hafa stóraukist. Í dreifbýli virðist ástandið vera alvarlegast. Sjúkrahús í Somerset greindu 215 tilvik um vannæringu. Nú eru tilvik ekki sama og persónur þannig að persónur eru líklega færri. Orkuverð hefur hækkað og skattar hafa hækkað. Allt verður til að rýra kjör fólks.Aðrir sjúkdómar hafa gert vart við sig , m.a. þeir sem stafa af vítamínsskorti. Hjálparstofnanir hafa árum saman varað við því að þetta ástand gæti skapast. Það er fátækt eldra fólk sem verst er statt. Samkvæmt Oxfam fengu 26000 manns matargjafir árið 2008 og 2013 eru það fleiri en 350000. Fólk leitar til hjálparstofnana eftir að hafa verið matarlaust í marga daga.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar