19.11.2013 | 09:16
ESB og Kína stefna að tvíhliða fjárfestingarsamningi.
Í lok þessa mánaðar munu fulltrúar ESB og Kína hittast í Peking til viðræðna um samstarf á sviði efnahagsmáli. Síðasti fundur var í Brussel 24. okt síðastliðinn.Kína og ESB eiga sameiginlega langtímahagsmuni segir talsmaður í Peking. Samningur myndi auka fjárfestingar beggja og skapa meira jafnvægi í viðskiptum.Kína hefur áhuga á umfangsmiklum samningi. Kínverski forsætisráðherrann mun hitta fulltrúa ESB og ræða við þá um meginþætti samstarfs næstu fimm til tíu ára. Kínverjar hafa áhuga á tæknifyrirtækjum og þekktum vörumerkjum. ESB er stærsti viðskiptaaðili Kína og fyrstu 10 mánuði þessa árs jukust viðskiptin um 0.5% miðað við árið áður. Á sama tíma jukust fjárfestingar ESB í Kína um 23% en fjárfestingar Kína í ESB tvöfölduðust. (CCTV).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar