19.11.2013 | 16:55
Pundið bjargar Bretum ekki....
The Telegraph , breska íhaldsblaðið reynir að telja sjálfu sér og öðrum um að breska hagkerfið vaxi hratt og sé afar öflugt. Ef borinn er saman hagvöxtur í Bretlandi, á Evrusvæðinu og í USA eftir 2008 kemur í ljós að nánast enginn munur er á Bretlandi og Evrusvæðinu en að hagvöxtur í USA er talsvert meiri. Það kemur í ljós að Bretar standa sig betur en Spánverjar og Ítalir en verr en Frakkar og Þjóðverjar. Bretar ráða sínum gjaldeyri og gengið er sveigjanlegt til að tryggja samkeppnishæfni en samt sem áður er hagvöxturinn ekki nema meðaltal evrusvæðisins. Svíar standa sig t.d. mun betur en Bretar. Ýmsir hagfræðingar,t.d. Paul Krugman, skrifa nú um að hagkerfin séu í stöðugri,langvarandi lægð. Kreppan orsakast (m.a.) af því að fjárfestingar eru í mikilli lægð. Vaxtastigið liggur fyrir ofan hagnaðarhlutfallið. Fyrirtækin sitja uppi með mikið magn af peningum og þurfa ekki og vilja ekki taka lán. Þau liggja á peningum af því að hagnaðarhlutfallið hefur fallið. Í upphafi áttunda áratugarins lauk löngu hagvaxtarskeiði sem hófst þegar seinni heimsstyrjöld lauk. Eftir það hefur batinn eftir hverja kreppu orðið veikari. OECD spáir 1.4% hagvexti fyrir Bretland í ár og 2.4% á næsta ári.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar