Líður tíminn hraðar hjá öldruðum?

Klukkutími í biðstofu læknis getur verið heil eilífð en þriggja vikna frí á Spáni líður á örskammri stundu. Með hækkandi aldri virðist tíminn líða hraðar eða þannig er skynjun fólks. Hver getur skýringin verið? Kannski byggist þetta á reikningi. Sérhvert tímabil er tengt við eiginn aldur. Eitt ár er einn þriðji af aldri þriggja ára barns en en 0.0125% af aldri áttræðs manns. Nú, þarf þetta ekki að vera svona. Mörgum finnst tíminn fara að líða hægar þegar þeir hætta að vinna og fara á eftirlaun. Oft breytist skynjunin þegar frá líður. Tíminn í biðstofu læknisins virtist heil eilífð en að kvöldi dags finnst manni að dagurinn hafi liðið ótrúlega fljótt. Rannsóknir á elliheimilum hafa leitt þetta fyrirbæri í ljós. Tíminn fram að hádegismat er óendanlega lengi að líða en um kvöldið virðist dagurinn mjög stuttur. Í minni mannsins er tíminn röð atburða og ef mikið hefur gerst virðist tíminn hafa verið langur. Þetta er þekkt úr ferðalögum fólks. Fyrstu dagar frísins í nýju landi virðast líða mjög hægt.  Þú þarft að meðtaka margvíslegar upplýsingar og læra á nýtt umhverfi. Síðustu dagana er umhverfið þekkt og orðið hversdagslegt. Þessa reynslu má yfirfæra á  ævi mannsins. Fyrsta ástin, fyrsti kossinn og fyrsta barnið. Síðan koma 30 ár í hjónabandi og vinna og frí og vinna og... með aldrinum minnkar hæfileikinn til að vera opinn fyrir heiminum og skynja nýja hluti. Meir og meir lifum við í viðjum vanans. En möguleikinn er að byrja uppá nýtt við nýjar aðstæður er til. (Spiegel).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband