22.11.2013 | 20:15
Magnus Carlsen er heimsmeistari í skák; tímamót í skáksögunni.
Carlsen er 19. heimsmeistarinn í skák. Fyrstur varđ W Steinitz og ţađ var áriđ 1886. E Lasker var lengst allra heimsmeistari eđa 27 ár. Heimsmeistararnir hafa komiđ frá Austurríki, Ţýskalandi, Rússlandi, Sowétríkjunum, Kúbu, USA, Indlandi og Hollandi. Og nú Noregi. Verđlaunaféđ í einvíginu núna var 1.89 milljónir evra. Magnus fćr 60% eđa 1.132 milljónir evra. Einvígiđ vakti mjög mikla athygli um allan heim. Samkvćmt upplýsingum FIDE-alţjóđa skálsambandsins fylgdust milli 100 og 200 milljónir manna međ skákunum. Horfa mátti á skákirnar á fjölmörgum síđum á netinu. Skákin nýtur ţess ađ hún fellur afar vel ađ netmiđlum. Eftir einvígiđ sagđi Carlsen ađ Anand hafi veriđ heimsmeistari í 10 ár og ţađ hafi veriđ mikill heiđur ađ keppa viđ hann. Međ sigrinum hefur Carlsen tryggt sér sćti međ mestu afreksmanna Norđmanna á sviđi íţrótta. Ađeins Petter Northug og Marit Bjorgen eru vinsćlli en hann međal iţróttaáhugafólks. Carlsen er ţví innan um fólk sem stundar vetraríţróttir. Einvígiđ hefur vakiđ gífurlega athygli almennings í Noregi. Áhorf á útsendingar NRK og VG er mjög mikiđ. Norska skáksambandiđ er ekki ađili í DIF sem eru heildarsamtök íţróttafélaga í Noregi. Rognlien forseti íţróttasambandsins hefur á undanförnum árum lýst ţví yfir ađ skák sé ekki íţrótt. Líklegt verđur ađ teljast ađ hann skipti fljótlega um skođun(sic). Carlsen vonar ađ skákiđkun og félagsstarf í skákklúbbum muni eflast á nćstu árum. Calrsen er međ 2870 elostig. Slík stig eru mćlikvarđi á styrkleika skákmanna. Í fyrra var Jóhann Hjartarson međ 2624 stig en hann var ţá stigahćstur íslenskra skákmanna. Í nokkrum skákum gerđi Anand alvarleg mistök. Hann sagđi sjálfur ađ Carlsen hefđi lađađ mistökin fram. Ţađ bendir til óöryggis og taugaspennu hjá Anand.
Um bloggiđ
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfrćđingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 746
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar