Makrílinn og kvótinn. Hverjir eiga makrílinn?

Þetta er sjöunda árið sem markríll veiðist í verulegu magni. Mestur varð aflinn 2011 en þá varð heildarafli  153 þúsund tonn. Frá 2010 hefur makrílinn einnig veiðst á línu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu mikil heppni þetta er fyrir íslenskt þjóðarbú. Í Færeyjum er sérstakt veiðigjald á makríl sem mun vera 16 krónur íslenskar á kíló. Heildartekjur gætu orðið 2 milljarðar króna á þessu ári. Nú er það stefna ríkisstjórnarinnar að setja makríl í kvóta. Ljóst er að markaðsvirði aflaheimilda er afar hátt, hugsanlega 100 milljarðar. Við kvótasetningu yrðu aflaheimildir bókfærðar sem eign í efnahagsreikningi útgerðarfyrirtækja. Óþarfi er að segja eitt orð um hver mikil búbót þetta yrði fyrir viðkomandi fyrirtæki. Nú eru aðrar leiðir færar en ríkisstjórnin er afhuga þeim. Í kvótakerfinu greiða fyrirtæki almennt veiðigjald og sérstakt veiðigjald. Sum greiða ekkert eftir að tekið hefur verið tillit til skulda vegna kaupa á aflaheimildum og frítekjumarks. Fyrirtæki í sjávarútvegi eins og önnur fyrirtæki í landinu greiða tekjuskatt. Útflutningstekjur fyrirtækja vegna makríls hafa verið 20 milljarðar á ári undanfarin ár. Nú fer nánast allur makríll í frystingu. Makríll hefur veiðst við Ísland í meir en 100 ár en í afar litlu magni og eingöngu sem meðafli. 2005 fengu íslensk skip mikið magn af makríl sem meðafla í síldveiðum. LíÚ hefur frá 2009 eindregið hvatt til þess að markrílinn verði settur í kvóta. Ef ríkisstjórnin lifir verður þeim að ósk sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband