23.11.2013 | 10:44
Kolgrafarfjörður; mat Vegagerðarinnar 2001.
Fjörðurinn er á norðanverðu Snæfellsnesi og austan við Grundarfjörð. Hann er frekar grunnur og 40 metrar þar sem hann er dýpstur. Brú var lögð yfir fjörðinn 2004. Hún stytti leiðina milli Grundarfjarðar og Stykkishólms um 6 kílómetra. Árið 2001 sendi Vegagerðin frá sér skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við fjörðinn. Í þeirri skýrslu eru neikvæð áhrif einkum vera talin breytingar á landslagi.Framkvæmdin er talin geta haft áhrif á fuglalíf, þ.e. æðarfugls og rauðbrystinga. Komandi framkvæmdir munu, segir þar, fara fram í saamvinnu við Breiðafjarðarnefnd, Veiðimálastofnun og fleiri aðila. Í skýrslunni er einnig fjallað um fiska (bls. 78 og áfram). Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að löng brú muni ekki hafa áhrif á fiska í firðinum. Þó er hugsanlegt að búsvæði skarkolaseiða skerðist lítilsháttar. (Snæfellsnesvegur um Kolgrafarfjörð. Okt. 2001)
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 746
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar