24.11.2013 | 09:02
Bankamenn og mannætur.
Hvað eiga bankamenn og mannætur sameiginlegt? Til dæmis það að mannfræðingar hafa rannsakað báða hópa. Joris Luyendijk er hollenskur mannfræðingur og blaðamaður. Hann rannsakaði bankamenn í City í London í tvö ár. Bankamenn eru umdeildur hópur og fjármálakreppan skaðaði alvarlega orðspor þeirra. Ein milljón manna vinnur í breska fjármálageiranum. Square Mile í miðborginni og Canary Wharf í Dockslands eru miðstöðvar fjármálanna. Joris vann að rannsoknarverkefni. Hann átti að greina og lýsa hegðun m venjum, siðum , vonum og sorgum bankamanna. Hann tók 200 viðtöl og fjallaði um þau á bloggsíðu sinni á Guardian en nú ætlar hann að gefa út bók. 1995 beitti Joris þátttöku athugun þegar hann rannsakaði námsmenn í Kario í Egyptalandi. Í rannsókninni í London var Joris sá sem er utangarðs og tilheyrir ekki hópnum. Það tók tíma að vinna traust en svo vildi mikill fjöldi bankastarfsmanna tjá sig undir nafnleynd. Kvikmyndin Wall Street hefur skapað opinbera ímynd starfsmanns í fjárfestingarbanka. Þar eru snyrtilegir ungir menn með axlabönd sem vinna undir miklu álagi. Joris talaði við breiðan hóp manna ,m.a. þá sem störfuðu við áhættumat og við starfsmann lögmannastofa. Sumir reyndu að vera sig ; menn verða að vinna mikið og lengi til að fá góð laun en aðrir sögðust vinna mikið og lengi og fá lág laun. Í City skipta eingöngu hæfileikar máli en stéttarstaða eða vera kominn af ríku foreldri. Hæfileikafólk úr verkalýðsstétt hefur hér góða möguleika; um þetta voru allir sammála. Mörgum fanst að allir hjakkaði í sama farinu og fyrir kreppu. Einstaka haus hefði fokið en kerfið væri það sama. Bankar borga matsfyrirtækjum til að meta sig; það hefur ekki breyst. Endurskoðunarfyrirtæki eru um leið ráðgjafarfyrirtæki bankanna. Markaðurinn bregst. (Spiegel).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 746
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar