24.11.2013 | 10:18
Hvað er bananalýðveldi?
Honduras einkennist af ofbeldi, fátækt og pólitískri spillingu. Morðtíðni er með því hæsta sem gerist. Í dag eru forsetakosningar en fjórum árum áður eftir valdarán hafði forsetinn flogið í herflugvél á náttfötunum til Costa Rica. Fyrir hundrað árum var þetta land kallað bananalýðveldi í fyrsta skipti. Það var bandarískur rithöfundur O Henry(W S Porter) sem fyrstur notaði þetta orð í smásögu sem hann skrifaði 1904. Hann var þá á flótta undan réttvísinni. Hann sneri aftur til USA, sat í fangelsi , gaf út smásögur sínar og drakk sig siðan í hel. United Fruit Company var risastór fyrirtæki og hafði mikil pólitísk völd í þeim löndum sem það starfaði í. Nafngift O Henry beindist að þessu. Fyrirtækið lagði vegi, járnbrautateina og hafnir og fékk land í staðinn. CIA hafði sína menn á staðnum til að tryggja velviljaða stjórnendur enn frekar. Banalýðveldi er sem sagt land þar sem erlend fyrirtæki ráðskast með innlend stjórnvöld. En í dag hafa nýjar afurðir séð dagsins ljós og þær gefa af sér mikinn arð. Það er kókaín. Nær allt kókaín sem flutt er frá Suðri til Norðurs er flutt um Honduras. ( The Economist).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 746
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar