Af heilsufari landsmanna.

OECD hefur gefið út rit um heilbrigðismál í aðildarríkjum stofnunarinnar. Samdráttur á útgjöldum til heilbrigðismála var 3.8% að meðaltali á ári hér á landi 2009 til 2011. 9% af vergri landsframleiðslu fara í þennan málaflokk. 76% landsmanna telja sig vera við góða heilsu. 2001 er tíðni ungbarnadauða hér á landi 1.6 af 1000 lifandi fæddum börnum. Sú tala er lægst í OECD. 3.3% einstaklinga á aldrinum 20 til 79 eru taldir vera með sykursýki. 14% fullorðinna reykja daglega hér á landi. 21% fullorðinna eru of þungir hér á landi. Starfandi læknar á 1000 íbúa eru 3.5 og þriðji hver læknir er kona. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru 15 á hverja 1000 íbúa. Komur til lækna eru 6.1 á íbúa. Legur á sjúkrahúsum  eru færri og legutími styttri en að meðaltali í OECD löndum. Notkun þunglyndislyfja er mjög mikil hér á landi eða 106 dagskammtar á hverja 1000 íbúa á dag. Notkun sykursýkislyfja er hins vegar mjög lítil. Reikna má með að 87.5% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein lifi 5 ár eða lengur. Það er fyrir ofan meðaltal OECD ríkja. Heilbrigðisútgjöld eru 18% af útgjöldum heimila. Hlutfall þeirra semfara ekki til tannlæknis þótt þess sé þörf er mjör hátt hér á landi sérstaklega hjá tekjulágum hópum. Hlutur heimila í tannlæknakostnaði hér á landi er 82% sem er afar hátt. (Hagstofan). 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband