24.11.2013 | 16:32
Dauði og upprisa millistéttar.
Á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins sem haldinn var á Selfossi boðaði SDG upprisu íslenskrar millistéttar. Þessi yfirlýsing hlýtur að hafa komið fundargestum á óvart. Í hátíðlegri ræðu á Þjóðhátiðarhaginn hafði þessi sami SDG lýst því yfir að Ísland væri stéttlaust samfélag. Hann hefur nú skipt um skoðun og telur stéttirnar vera þrjár. Nú á að bæta hlut þeirra sem eru í miðjunni, þeirra sem hafa staðið í skilum, lagt á sig aukavinnu í miðju atvinnuleysi til að standa í skilum, þeirra sem hafa borgað og borgað en ekkert fengið. Á Bretlandi eru allir meðvitaðir um stéttskiptingu. Rúm 70% telja sig vera hluta af millistétt Orðið kom fram um miðja 18. öld og þá táknaði það þann hóp manna sem var milli aðals og bændastéttar. Hagstofa Bretlands notaði orðið fyrst 1913 en þá var átt við fagstéttir(t.d. lögfræðing), forstjóra og hátt setta embættismenn. Orðanotkun breyttist og millistéttin gat nú verið smáborgarar, best setti hluti verkalýðsstéttar og skrifstofufólk. Karl Marx leit á millistétt sem smáborgara,.þe. sjálfstæða atvinnurekendur sem höfðu ekki launafólk undir sinni stjórn. Hann taldi að þessi hópur myndi hverfa og renna inní stétt launafólks. Skilgreiningar hagfræðinga og félagsfræðinga á millistétt eru afar mismunandi og þess vegna er stéttin misstór eftir rannsóknum(sic). Stéttarhugtök hafa mikið verið notuð við rannsóknir á mismunandi aðferðum við uppeldi barna. T.d. fá börnin mikla athygli, er hlustað á þau og málin útskýrð... kemur þá fram verulegur munur eftir menntun og stéttarstöðu foreldra. Árið 2009 lýsti tímaritið The Economist því yfir að meir en helmingur mannkyns tilheyrði millistéttinni. Árið eftir áleit OECD að 1.8 milljarður manna tilheyrði þessari sömu stétt.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 746
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar