Afstaðan til aðildar að ESB; ný mæling.

Capacent callup gerði nýlega könnun fyrir samtökin Já Ísland. Sama fyrirtæki gerði ekki alls fyrir löngu könnun sem sýndi að stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 46%. Mestu munar að helmingur kjósenda xB virðist hafa yfirgefið flokk sinn. Allar kannanir eru háðar óvissu og þær geta eðli málsins samkvæmt ekki verið annað en nálgun. Spurningin er hversu góð nálgun. Umrædd könnun er netkönnun og framkvæmd í fyrri hluta þessa mánaðar. Þátttakendur sem voru 1450 talsins eru valdir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Það eru allir sammála um að þetta er ekki besta aðferðin. Best er að taka tilviljanaúrtak úr þjóðskrá. Allir eiga að hafa sömu möguleika í upphafi. Af þessum 1450 svöruðu 900 eða 62%. Af þessum fjölda tóku 145 ekki afstöðu. Tölur um afstöðu kjósenda eru því byggðar á svörum 755 svarenda. Til þess að niðurstöður séu marktækar þarf þessi hópur að endurspegla allan kjósendahóp landsins með tilliti til mikilvægra einkenna. Svarmöguleikar eru fjórir. Hægt er að vera sennilega/öruglega á með/móti aðild. Samtals með aðild voru 315 svarendur en a móti voru 441. Þenna hóp er svo hægt að greina niður eftir kyni, búsetu, fjölskyldutekjum og menntun. Ef svörin eru skoðuð eftir flokkum kemur nokkuð skýr og velþekkt mynd í ljós. Ef slíkar kannanir eru skoðaðar eitt ár aftur í tímann kemur í ljós að hópur þeirra sem eru örugglega á móti aðild er að minnka. Í feb. 2013 var hann 49% en er nú 39%. Aðrir hópar stækka. Mest sá sem er öruglega með aðild en í feb. 2013 var hann 14.7% en er nú 18,9%. Eins og kunnugt er vilja 80% þjóðarinnar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við ESB. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 746

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband