Snúa banksterar aftur?

Hafa bankamenn lært eitthvað af  fjármálakreppunni? Svo virðist ekki vera, a.m. k. ekki í Þýskalandi. Hroki fjármálafurstanna er óbreyttur, hvernig er hægt að verjast þessu? Valdamestu bankastjórar landsins verjast öllum tilraunum hins opinbera til að koma böndum á fjármálamarkaðinn. Þeir verja rándýrskapitalismann. Bankamennirnir eru leiðir á að heyra alltaf sama ruglið: eru bankarnir svo stórir að ríkið getur ekki látið þá falla?? á að aðgreina fjárfestingarbanka frá viðskiptabönkum?? á að setja skatt á fjármálaviðskipti??alþjóðlegar samræmdar reglur fyrir banka?? Þú getur framleitt 100% öruggan bíl sem kemst 50 km á klukkustund en hvernig á að selja hann spyr banksterinn. Stórir bankar? ef bankar eru stórir standast þeir mikil áföll og geta borgað milljarða sektir!! Fíkniefnasali verður að stunda sín viðskipti til að hafa efni á lögmönnum , ekki satt? Aldrei hefur áður verið til jafn mikið magn peninga og nú. Aldrei áður hefur verið jafn auðvelt að stunda viðskipti heimshorna á milli. Alþjóðavæðing hefur breytt fjármálamarkaði í risastórt leiksvæði. Hagnaður rennur til fjárfesta og hlutafjáreigenda, bónusgreiðslur til bankamanna en ríkissjóður gengur í ábyrgð og borgar brúsann ef illa fer. Þetta er hvorki frjáls markaður né fullkomin samkeppni....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 746

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband