Afghanistan; grýttur til bana vegna hjúskaparbrots.

Í dómsmálaráðuneytinu í Kabúl er verið að vinna að frumvarpi sem felur í sér afturhvarf til stjórnarhátta Talibana. Refsing við hjúskaparbroti verður samkvæmt fumvarpinu að vera grýttur til bana. það er hópur lögfræðinga í dómsmálaráðuneytinu sem hefur samið frumvarpið og því er ætlað að vera endurbót á hegningarlögum og refsirétti. Ef annar aðili er gift/kvæntur þýðir þetta dauðadómur yfir báða sem hafa haft kynmök. Ef hvorugur er giftur/kvæntur er refsing 100 svipuhögg á opinberum stað. Refsilöggjöf frá 1976 er nú í endurskoðun. Talsmaður stjórnarinnar hefur lýst því yfir að landið muni standa við alþjóðlegar skuldbindingar og samninga. Talibanar notuðu umræddar aftökuaðferðir fram til ársins 2001. Ríkisvald er veikt í landinu og fjölskyldur og ættir leysa sín mál með harkalegum og hefðbundnum aðferðum. Í sumum héruðum fara menn sínu fram án tillits laga. Stjórnin í Kabúl hefur ekki vald til að framfylgja lögum. Frumvarpið eref til vill viðurkenning á því. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband