26.11.2013 | 09:14
Evrópski Seðlabankinn og ríki SuðurEvrópu.
Stýrivextir eru við núllið en samt sem áður taka bankar í Suður Evrópu nánast engin lán. En nú hafa komið fram nýjar kröfur. Seðlabankinn á að kaupa ríkisskuldabréf líkt og gert er í USA og Japan. Markmiðið er annars vegar að koma hjólum atvinnulífsins af stað(sic) og hins vegar að bæta stöðu bankanna. Í USA kaupir Seðlabankinn í hverjum mánuði ríkisskuldabréf og fasteignaverðbréf fyrir 85 milljarða dollara. Stjórnmálamenn í Suður Evrópu benda á að í USA, Japan og Bretlandi hafi þessum ráðum verið beitt með árangri. Þess vegna beri að gera það sama á evrusvæðinu. Í ESB eru kaup á ríkisskuldabréfum mjög umdeild og í samningum eru settar skorður við aðferðum ríkisins til fjáröflunar. Í sumar var því lýst yfir að Seðlabankinn myndi kaupa ríkisskuldabréf kreppulandanna á eftirmarkaði. Þessi kaup voru þó háð margvíslegum skilyrðum , t.d. þeim að ekki yrði keypt bréf frá ríkjum sem þegar nytu fyrirgreiðslu frá björgunarsjóði evrusvæðisins ESM. Innan Seðlabanka Evrópu er tekist á um stefnu og aðgerðir. Þjóðverjar óttast mest verðbólgu sem virðist ástæðulaust í ljósi þess að hún er nu 0.7% á evrusvæðinu. Aðrir óttast verðhjöðnun og stöðnun.....
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar