Fátækir Þjóðverjar deyja fyrr...

Þýskur vinnumarkaður aldrei verið jafn stór og fjölmennur og nú. En það njóta þess ekki allir. Fleiri lifa nú í skugga fátæktar en árið 2007. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar þar sem lífslíkur fátækra og fólks með mjög lágar tekjur eru minni en annarra. Árið 2012 voru 41.5 milljón manna á þýskum vinnumarkaði. Heildarfjöldi vinnustunda var hins vegar minni en fyrir 20 árum. Sífellt fleiri eru í hlutastörfum og almennur vinnutími styttist. Sá sem hafði minna en 980 evrur á mánuði 2011 var fátækur. Þeir sem eru í hættu að verða fátækir eru nú 16.1% af heildinni. Fólk á aldrinum 55 til 64 ára er í sérstakri hættu. Hópur þeirra sem búa við fátækt til lengri tíma vex. Fátækt hefur mikil áhrif á heilsu og hversu lengi fólk lifir. Þeir sem eru í hæsta tekjuhópnum geta búist við að lifa 11 árum lengur en þeir sem eru í lægsta tekjuhóp. (Der Datenreport 2013).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband