Jens Stoltenberg:fjárlög hægri stjórnar í Noregi auka ójöfnuð.

Þau eru hluti af rangri efnahagsstefnu og eru mörg skref í ranga átt segir Stoltenberg. Enn alvarlegra er að þetta er aðeins byrjunin sagði hann í umræðum í Stórþinginu. Hingað til hefur Noregur verið land jafnaðar og samstöðu en nú er horfið frá þeirri braut. Skattatillögur sýna þetta vel. Hjá þeim sem hafa hærri tekjur en tvær milljónir króna(norskra) lækka skattar um 40000 kr en hjá þeim sem hafa minni tekjur en fjögur hundruð þúsund er engin lækkun skatta. Það er þrengt að barnafjölskyldun, leikskólar verða færri og dýrari. Hagur fjölskyldna innflytjenda mun verða verri vegna stefnu hægri stjórnarinnar. Í þessum hópi er stór hluti með lág laun og framfærsla þeirra verður dýrari. Stefna hægri stjórnarinnar í umhverfismálum lýsir skammsýni og skilningsleysi segir Stoltenberg. Til þess að mæta tekjutapi vegna skattalækkana tekur ríkisstjórnin fjóra milljarða norskra króna úr Olíusjóðnum. Lækkun skatta á að auka framleiðni og auka samkeppnishæfni í atvinnulífinu. Ekkert bendir til þess að svo muni verða. OECD hefur meðal annarra varað við því að nota fjármuni úr Olíusjóðnum. Kostnaður er mjög hár í norsku atvinnulífi og þess vegna er það viðkvæmt í samkeppni.(Arbeiderpartiet.no)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband