27.11.2013 | 10:24
Stjórnarmyndun í Þýskalandi.
Hægri flokkarnir-CDU/CSU- og Jafnaðarmannaflokkurinn-SPD- hafa myndað ríkisstjórn. Stjórnarsáttmálinn er tæpar 200 blaðsíður og þar er farið yfir helstu málaflokka. Ekki er vitað hver ráðherraskipan verður. Um hana verður tilkynnt þegar og ef félagar í SPD samþykkja ríkisstjornarþáttöku. Þó er vitað að Jafnaðarmenn munu hafa sex ráðherra en hægri flokkarnir átta ráðherra. Stjórnin hyggst gera verulegar umbætur í lífeyrismálum en án þess að hækka skatta. Eftir 2015 á ekki að taka frekari lán. Fram til ársins 2017 á að auka útgjöld og fjárfestingar um 23 milljarða evra. Börn sem fæðast í Þýskalandi en eiga erlenda foreldra fá nú tvöfaldan ríkisborgararétt. Frá og með 2015 verða lágmarkslaun á klukkustund 8.50 evrur um allt Þýskaland. Fram til 2017 er hægt að gera undantekningar. Stjórnvöld vilja í auknum mæli nýta græna orku. Dagana 6. til 12. desember munu 475000 félagar í SDP kjósa um ríkisstjórnarþátttöku flokksins. Kosningar eru gildar ef þátttaka er amk 20% eða tæplega 95000 kjósendur. Ef þetta gengur ekki eftir verður haldinn aukalandsfundur og 14. desember liggur ákvörðun fyrir. Allt bendir til þess að 17. desember verði Merkel kosin kanslari á Sambandsþinginu-Bundestag.
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar