Stjórnarmyndun í Þýskalandi.

Hægri flokkarnir-CDU/CSU- og Jafnaðarmannaflokkurinn-SPD- hafa myndað ríkisstjórn. Stjórnarsáttmálinn er tæpar 200 blaðsíður og þar er farið yfir helstu málaflokka. Ekki er vitað hver ráðherraskipan verður. Um hana verður tilkynnt þegar og ef félagar í SPD samþykkja ríkisstjornarþáttöku. Þó er vitað að Jafnaðarmenn munu hafa sex ráðherra en hægri flokkarnir átta ráðherra. Stjórnin hyggst gera verulegar umbætur í lífeyrismálum en án þess að hækka skatta. Eftir 2015 á ekki að taka frekari lán. Fram til ársins 2017 á að auka útgjöld og fjárfestingar um 23 milljarða evra. Börn sem fæðast í Þýskalandi en eiga erlenda foreldra fá nú tvöfaldan ríkisborgararétt.  Frá og með 2015 verða lágmarkslaun á klukkustund 8.50 evrur um allt Þýskaland. Fram til 2017 er hægt að gera undantekningar. Stjórnvöld vilja í auknum mæli nýta græna orku. Dagana 6. til 12. desember munu 475000 félagar í SDP kjósa um ríkisstjórnarþátttöku flokksins. Kosningar eru gildar ef þátttaka er amk 20% eða tæplega 95000 kjósendur. Ef þetta gengur ekki eftir verður haldinn aukalandsfundur og 14. desember liggur ákvörðun fyrir. Allt bendir til þess að 17. desember verði Merkel kosin kanslari á Sambandsþinginu-Bundestag. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband