27.11.2013 | 11:38
Írland; eftir fasteignabólu standa 230000 hús auð.......
Einkenni fasteignamarkaðar á Írlandi er gífurlegt offramboð á íbúðum og fasteignum. Verktakabransinn á Írlandi fékk að leika lausum hala í nokkur ár og þetta er afraksturinn. Fjöldagjaldþrot fyrirtækja, fjöldaatvinnuleysi og tugþúsundir hafa yfirgefið landið í leit að vinnu. Hluti húsanna eru ófrágengin og heilu hverfin eru eins og draugaborgir. Í mörgum tilvikum er ekkert annað að gera en jafna húsin við jörðu. Uppsveifluárin á Írlandi voru á 10. áratug síðustu landar. Þá var Írland nefnt keltneski tígurinn. Hluti af uppsveiflunni var gífurleg þensla í byggingarbransanum. Um það bil 5000 einstaklingar eru nú heimilislausir á Írlandi. Helmingur þeirra er í Dyflinni. Ekki er til opinbert fjármagn til að tryggja þeim varanlegt húsnæði. Bólan sprakk og það mun taka meir en áratug að byggja upp á ný og bjarga því sem bjargað verður úr rústunum. (CCTV).
Um bloggið
Hrafn Arnarson
Tenglar
Mínir tenglar
- Næsta kreppa. Marxískur hagfræðingur skrifar um efnahagsmál.
http://thenextrecession.wordpress.com/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar