Norðurlönd og umheimurinn; tölfræðilegur samanburður.

Á Norðurlöndum búa 26 milljónir manna, í ESB 486 milljónir, í Japan 128 milljónir og í USA 309 milljónir. Landsframleiðsla á mann er hæst í USA en næsthæst á Norðurlöndum. Lífslíkur eru hæstar í Japan en næsthæstar á Norðurlöndum. Atvinnuleysi er minnst í Japan en næstminnst á Norðurlöndum. En hvaðan koma innflytjendur til Norðurlandanna? 17% koma frá öðrum Norðurlöndum. 21% koma frá Asíu. 15% frá Póllandi, Lettlandi og Litháen. 23% frá öðrum löndum evrópska efnahagssvæðisins. 7% frá öðrum löndum Evrópu. Frá Afríku koma 8% og 6% frá Ameriku.  Til hvaða landa flytja Norðurlandabúar? 31% flytja til annarra Norðurlanda. 23% til annarra landa innan evrópska efnahagssvæðisins. 12% til Asíu og 10% til Ameriku. 2% til Afriku. Á sjöunda áratugnum voru það langmest Norðurlandabúar sem fluttu til Norðurlanda en nú koma flestir innflytjendur frá öðrum löndum Evrópu. Þeir sem leita hælis á Norðurlöndum hafa verið á milli 45000 og 60000 á undanförnum árum. Í fyrra fengu 12576 hæli í Svíþjóð, í Danmörku voru það 2464 og 50 hér á landi. Hagkerfi Norðurlanda eru lítil , opin og útflutningsmiðuð. (Norræn tölfræði árbók 2013).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband