Traust til stofnana og fjölmiðla.

Traust á milli manna er grundvallaratriði í samskiptum manna og uppbyggingu samfélaga. Um það hafa verið ritaðar lærðar bækur. Það er ljóst að gagnkvæmt traust auðveldar samskipti og gerir þau einfaldari. Lítið traust kallar á mikið eftirlit og einföld samskipti verða mjög flókin. Á dögum kalda stríðsins sögðu menn : traust er gott en eftirlit er betra. Þetta var auðvitað rétt á tímum spennu, tortryggni, vígbúnaðarkapphlaups og víðtækra njósna. Traust er mikilvægt hér á landi sérstaklega á örlagatímum þegar afdrífaríkar ákvarðanir eru teknar. MMR gerir reglulega kannanir á trausti almennings til mikilvægra stofnana samfélagsins. Til Alþingis bera bera 16.4% frekar eða mjög mikið traust. 49% frekar eða mjög lítið. Þetta ætti að vera mörgum mikið umhugsunarefni. Til Ríkisútvarpsins bera 52.3% frekar eða mjög mikið traust. Þetta ætti að vera öllum þingmönnum mikið umhugsunarefni. Nú er stjórnskipan landsins þannig að Alþingi fer með frjárveitingarvaldið. Alþingi hefur vald til að leggja á skatta og gjöld. Ef fjölmiðlar eiga að vera óháðir og geta sinnt skyldum sínum við almenning verða þeir að vera óháðir einkahagsmunum sem hafa arðsemi fjármagns að leiðarljósi. Það er mikið í húfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Hrafn Arnarson

Höfundur

Hrafn Arnarson
Hrafn Arnarson
Höfundur er áhugamaður um stjórnmál og þjóðfélagsmál.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband